Akstur í borginni minnkað um 685 hringferðir á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 11:09 Það voru fáir á ferli á Suðurlandsbrautinni í mánudagsmorgun á fyrsta degi samkomubannsins. Vísir/Vilhelm Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira