Fólk ýjaði að því að ég gerði ekki það sem væri barninu mínu fyrir bestu Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 22:00 Harpa Þorsteinsdóttir var illviðráðanleg og skoraði urmul marka fyrir Stjörnuna á sínum ferli. VÍSIR/BÁRA Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55