Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 14:44 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal aðgerða sem nú er skoðað að beita er að minnka heildarfjölda þeirra sem koma mega saman. Núverandi samkomubann felur í sér að ekki mega fleiri en hundrað koma saman á hverjum tíma. Víðir sagði að þetta myndi koma til með að hafa mikil áhrif á til dæmis verslanir. Þá er einnig verið að kanna hvort fyrirskipa eigi lokanir hjá fyrirtækjum sem halda úti starfsemi þar sem nánd er mikil. Þetta er starfsemi á borð við rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur, þar sem nánd er meiri en þeir tveir metrar sem miðað er við að fólk hafi á milli sín samkvæmt núverandi tilmælum sóttvarnalæknis. Þá kemur einnig til greina að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Í því samhengi vilja almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal aðgerða sem nú er skoðað að beita er að minnka heildarfjölda þeirra sem koma mega saman. Núverandi samkomubann felur í sér að ekki mega fleiri en hundrað koma saman á hverjum tíma. Víðir sagði að þetta myndi koma til með að hafa mikil áhrif á til dæmis verslanir. Þá er einnig verið að kanna hvort fyrirskipa eigi lokanir hjá fyrirtækjum sem halda úti starfsemi þar sem nánd er mikil. Þetta er starfsemi á borð við rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur, þar sem nánd er meiri en þeir tveir metrar sem miðað er við að fólk hafi á milli sín samkvæmt núverandi tilmælum sóttvarnalæknis. Þá kemur einnig til greina að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Í því samhengi vilja almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45
64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14