Bað kærustunnar í Iceland-verslun eftir að draumaferðinni til Íslands var aflýst Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 15:03 Bónorðið sem átti að vera á Íslandi varð að veruleika í Iceland-verslun. Twitter/Iceland Hinn 58 ára gamli Robert Ormsby bar upp bónorð við kærustu sína Patsy Murdoch í miðri Iceland-verslun í Tonbridge í Bretlandi. Þó svo að staðsetningin komi mörgum spánskt fyrir sjónir á hún sér eðlilegar skýringar. Ormsby ætlaði nefnilega að biðja Murdoch á Íslandi. Þau höfðu skipulagt ferð hingað til lands og hafði hann áætlað að biðja hennar í Reykjavík. Ferðinni var þó aflýst á mánudag vegna kórónuveirufaraldursins sem skekur nú heimsbyggðina. „Það er gaman að maður geti glatt einhvern með því að gera eitthvað sem var fyndin lausn á því sem við misstum af,“ sagði Ormsby í samtali við BBC um bónorðið. Hann hafi ákveðið að plata Murdoch inn í Iceland-verslunina undir því yfirskyni að hann þyrfti að grípa eitthvað með á leiðinni í kvöldmat. Hann segir Murdoch fyrst hafa orðið örlítið vandræðalega en hún sagði að lokum já. Hún segist hafa grunað að hann myndi biðja hennar þetta kvöld, þar sem hann klæddi sig í jakkaföt fyrir kvöldverðinn, en bjóst við því að hann myndi gera það á veitingastaðnum. „Ég hugsaði með mér: Hvað viltu gera í Iceland? Ég áttaði mig ekki á því fyrst en svo for hann niður á annað hnéð,“ sagði Murdoch sem þótti atvikið afar fyndið. Hún hafi um leið farið að hlæja. Ormbsy starfaði áður hjá verslunarkeðjunni á níunda áratugnum en starfar nú sem hjúkrunarfræðingur. Hann segist vilja nota þá athygli sem fylgdi bónorðinu til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem er unnið á sjúkrahúsum um allan heim um þessar mundir. Samkvæmt Twitter-færslu Iceland er þó útlit fyrir að draumurinn um Íslandsferð sé ekki allur, en verslunarkeðjan segist ætla bjóða þeim í brúðkaupsferð hingað. Congratulations to these two - they got engaged at our Tonbridge store this week He had planned to propose in Iceland but as their holiday was cancelled, he chose the next best thing Enjoy your honeymoon to Iceland on us #NewsWeNeed pic.twitter.com/gALIAS7L0G— Iceland Foods (@IcelandFoods) March 20, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Grín og gaman Íslandsvinir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hinn 58 ára gamli Robert Ormsby bar upp bónorð við kærustu sína Patsy Murdoch í miðri Iceland-verslun í Tonbridge í Bretlandi. Þó svo að staðsetningin komi mörgum spánskt fyrir sjónir á hún sér eðlilegar skýringar. Ormsby ætlaði nefnilega að biðja Murdoch á Íslandi. Þau höfðu skipulagt ferð hingað til lands og hafði hann áætlað að biðja hennar í Reykjavík. Ferðinni var þó aflýst á mánudag vegna kórónuveirufaraldursins sem skekur nú heimsbyggðina. „Það er gaman að maður geti glatt einhvern með því að gera eitthvað sem var fyndin lausn á því sem við misstum af,“ sagði Ormsby í samtali við BBC um bónorðið. Hann hafi ákveðið að plata Murdoch inn í Iceland-verslunina undir því yfirskyni að hann þyrfti að grípa eitthvað með á leiðinni í kvöldmat. Hann segir Murdoch fyrst hafa orðið örlítið vandræðalega en hún sagði að lokum já. Hún segist hafa grunað að hann myndi biðja hennar þetta kvöld, þar sem hann klæddi sig í jakkaföt fyrir kvöldverðinn, en bjóst við því að hann myndi gera það á veitingastaðnum. „Ég hugsaði með mér: Hvað viltu gera í Iceland? Ég áttaði mig ekki á því fyrst en svo for hann niður á annað hnéð,“ sagði Murdoch sem þótti atvikið afar fyndið. Hún hafi um leið farið að hlæja. Ormbsy starfaði áður hjá verslunarkeðjunni á níunda áratugnum en starfar nú sem hjúkrunarfræðingur. Hann segist vilja nota þá athygli sem fylgdi bónorðinu til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem er unnið á sjúkrahúsum um allan heim um þessar mundir. Samkvæmt Twitter-færslu Iceland er þó útlit fyrir að draumurinn um Íslandsferð sé ekki allur, en verslunarkeðjan segist ætla bjóða þeim í brúðkaupsferð hingað. Congratulations to these two - they got engaged at our Tonbridge store this week He had planned to propose in Iceland but as their holiday was cancelled, he chose the next best thing Enjoy your honeymoon to Iceland on us #NewsWeNeed pic.twitter.com/gALIAS7L0G— Iceland Foods (@IcelandFoods) March 20, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Grín og gaman Íslandsvinir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira