Ferðaþjónustan fagnar björgunarhring ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2020 18:15 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er ánægður með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira