Vonar að ríkið muni enn eftir sér þegar síðasta smitið hefur verið greint Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 12:50 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/Einar Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira