Á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 15:22 Ef ástandið versnar er ljóst að það þarf að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Vísir/vilhelm Vel á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Hluti þeirra er allur mannskapurinn sem skipaði eina vakt á tiltekinni stöð en hver vakt dreifist á fjórar slökkviliðsstöðvar. Sá átta manna hópur var sendur í sóttkví eftir að einn þeirra greindist með kórónuveirusmit. Að sögn Birgis hefur annað fólk verið kallað út á aukavaktir í stað þeirra og ætti þetta ekki að hafa veigamikil áhrif á sjúkraflutninga eða önnur störf slökkviliðsins. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann Birgir segist ekki vera með nákvæman fjölda á hreinu en telur að tala þeirra slökkviliðsmanna sem séu í sóttkví slagi í hátt á annan tug, allir í útkallsliði. Flestir hafi farið í sóttkví í kjölfar ferðalags erlendis eða vegna fjölskyldu. Hluti þessa hóps er þó byrjaður að snúa aftur til vinnu. Að sögn Birgis hefur verið gripið til ráðstafanna vegna þessa og var undirbúningur byrjaður áður en þetta átti sér stað. „Við erum búnir að skipta okkar liði enn meira upp, þannig núna erum við ekki bara á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru færri saman og það gerum við svo ef upp kemur smit eða mögulegt smit þá er það minni hópur.“ Ef ástandið versnar er þó ljóst að það þurfi að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Birgir segir mikið álag hafa verið á sjúkraflutningum að undanförnu, sérstaklega í ljósi þess að útköll þar sem grunur er um smit taki lengri tíma og þarfnast mikils viðbúnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Vel á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Hluti þeirra er allur mannskapurinn sem skipaði eina vakt á tiltekinni stöð en hver vakt dreifist á fjórar slökkviliðsstöðvar. Sá átta manna hópur var sendur í sóttkví eftir að einn þeirra greindist með kórónuveirusmit. Að sögn Birgis hefur annað fólk verið kallað út á aukavaktir í stað þeirra og ætti þetta ekki að hafa veigamikil áhrif á sjúkraflutninga eða önnur störf slökkviliðsins. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann Birgir segist ekki vera með nákvæman fjölda á hreinu en telur að tala þeirra slökkviliðsmanna sem séu í sóttkví slagi í hátt á annan tug, allir í útkallsliði. Flestir hafi farið í sóttkví í kjölfar ferðalags erlendis eða vegna fjölskyldu. Hluti þessa hóps er þó byrjaður að snúa aftur til vinnu. Að sögn Birgis hefur verið gripið til ráðstafanna vegna þessa og var undirbúningur byrjaður áður en þetta átti sér stað. „Við erum búnir að skipta okkar liði enn meira upp, þannig núna erum við ekki bara á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru færri saman og það gerum við svo ef upp kemur smit eða mögulegt smit þá er það minni hópur.“ Ef ástandið versnar er þó ljóst að það þurfi að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Birgir segir mikið álag hafa verið á sjúkraflutningum að undanförnu, sérstaklega í ljósi þess að útköll þar sem grunur er um smit taki lengri tíma og þarfnast mikils viðbúnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira