Handbolti

Birna Berg til ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birna Berg í landsleik gegn Spáni í Laugardalshöll í fyrra.
Birna Berg í landsleik gegn Spáni í Laugardalshöll í fyrra. vísir/vilhelm

Handboltakonan Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Hún kemur til liðsins frá Neckalsulmer í Þýskalandi þar sem hún hefur leikið í vetur.

Birna er önnur landsliðskonan sem semur við ÍBV en í gær skrifaði Sandra Erlingsdóttir undir tveggja ára samning við sitt uppeldisfélag.

Birna fór út í atvinnumennsku eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram 2013. Auk Neckalsulmer hefur hún leikið með Glassverket í Noregi, Aarhus í Danmörku og Sävehof í Svíþjóð.

Skyttan örvhenta hefur leikið 45 landsleiki og skorað 88 mörk. Hún lék með íslenska landsliðinu á HM í Brasilíu 2011.

Birna var efnilegur fótboltamarkvörður á sínum tíma og lék einmitt með ÍBV sumarið 2011, þegar hún var 18 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×