Fá margar kvartanir vegna dónalegra viðskiptavina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 12:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir almenning á að vanda sig í samskiptum. Það kemur honum á óvart hversu margar kvartanir hafa borist félaginu vegna þess að viðskiptavinir sýna verslunarfólki dónaskap. Vísir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira