Upp brekkuna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:12 Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun