Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Eiður Þór Árnason og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 24. mars 2020 00:00 Kringlan á fyrsta degi samkomubanns. Vísir/vilhelm Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýju tilmælin síðasta laugardag og taka þau mið af tillögu sóttvarnarlæknis. Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Sjá einnig: Samkomubannið hert: Ekki fleiri en 20 manns á sama stað Í matvörubúðum og apótekum verður áfram heimilt að hafa allt að hundrað manns inn í einu, að því gefnu að hægt sé að halda minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum verður lokað meðan á þessum takmörkunum stendur og á það einnig við um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Bannið þyngir róðurinn Ljóst er að hertara samkomubann mun þyngja verulega róðurinn hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Mörgum þarf að loka og önnur reyna að sníða stakk eftir vexti. Yfirvöld munu ekki hika við að beita viðurlögum ef reglum verður ekki fylgt. Hertara samkomubann nær einnig til tannlækna sem sjá fram á talsvert tekjutap. „Neyðartilvikum verður enn þá sinnt en þetta reglulega eftirlit, tannhreinsun, viðgerðir og svona sem kannski telst ekki til brýnna nauðsynja akkúrat núna og má fresta um einhverjar vikur, því verður frestað,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir skilgreina Kringluna eins og miðbæ Reykjavíkur. Þar gilda ekki fjöldatakmarkanir í almennum rýmum en sameiginlegum seturýmum verður lokað, til dæmis á Stjörnutorgi. Hvernig er hljóðið í kaupmönnum? „Já það er náttúrulega búið að vera miklar áhyggjur í gangi, eðlilega, tekjufall er mikið en engu að síður hafa þessar aðgerðir stjórnvalda, þær hafa sefað áhyggjur manna og menn svona sjá það að það er samstaða um það að taka þetta verkefni saman,“ sagði Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar í samtali við fréttastofu. Staðir með veitingaleyfi fá að vera opnir Samkomubann gildir um staði sem hafa eingöngu skemmtanaleyfi en þeir sem hafa veitingaleyfi geta haft opið til klukkan 23 en þurfa að útfæra þjónustuna eftir tuttugu manna hámarksreglunni. Það er því ljóst að margir staðir muni loka og má segja að djammið sé komið í sóttkví. Gleðipinnar reka 25 veitingastaði og er áætlað er að halda hluta þeirra opnum. „Við munum þá reyna að leggja meiri áherslu á takeaway og heimsendingar næstu daga og vikur eins og hægt er,“ sagði Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna, sem er komið í samstarf við Hreyfil um að koma matnum heim til fólks. „Þetta er ólíkt öllu öðru sem maður hefur upplifað en þess þó heldur mikilvægt að reyna að halda í gleðina og reyna að horfa í gegnum skaflinn, þetta tekur enda,“ bætti Jóhannes við. Samkomubannið mun nú einnig gilda á hárgreiðslustofum og verður öllum síkum gert að loka næstu vikurnar. Því má fastlega gera ráð fyrir því að mikið álag verði á hárgreiðslustofum landsins að samkomubanni loknu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óvissa með námsmat vegna kórónuveirunnar hefur aukið kvíða stúdenta Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við skólann. 23. mars 2020 21:17 IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað frá og með morgundeginum. 23. mars 2020 19:05 Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima í sjálfskipaðri sóttkví. Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra. 23. mars 2020 20:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýju tilmælin síðasta laugardag og taka þau mið af tillögu sóttvarnarlæknis. Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Sjá einnig: Samkomubannið hert: Ekki fleiri en 20 manns á sama stað Í matvörubúðum og apótekum verður áfram heimilt að hafa allt að hundrað manns inn í einu, að því gefnu að hægt sé að halda minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum verður lokað meðan á þessum takmörkunum stendur og á það einnig við um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Bannið þyngir róðurinn Ljóst er að hertara samkomubann mun þyngja verulega róðurinn hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Mörgum þarf að loka og önnur reyna að sníða stakk eftir vexti. Yfirvöld munu ekki hika við að beita viðurlögum ef reglum verður ekki fylgt. Hertara samkomubann nær einnig til tannlækna sem sjá fram á talsvert tekjutap. „Neyðartilvikum verður enn þá sinnt en þetta reglulega eftirlit, tannhreinsun, viðgerðir og svona sem kannski telst ekki til brýnna nauðsynja akkúrat núna og má fresta um einhverjar vikur, því verður frestað,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir skilgreina Kringluna eins og miðbæ Reykjavíkur. Þar gilda ekki fjöldatakmarkanir í almennum rýmum en sameiginlegum seturýmum verður lokað, til dæmis á Stjörnutorgi. Hvernig er hljóðið í kaupmönnum? „Já það er náttúrulega búið að vera miklar áhyggjur í gangi, eðlilega, tekjufall er mikið en engu að síður hafa þessar aðgerðir stjórnvalda, þær hafa sefað áhyggjur manna og menn svona sjá það að það er samstaða um það að taka þetta verkefni saman,“ sagði Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar í samtali við fréttastofu. Staðir með veitingaleyfi fá að vera opnir Samkomubann gildir um staði sem hafa eingöngu skemmtanaleyfi en þeir sem hafa veitingaleyfi geta haft opið til klukkan 23 en þurfa að útfæra þjónustuna eftir tuttugu manna hámarksreglunni. Það er því ljóst að margir staðir muni loka og má segja að djammið sé komið í sóttkví. Gleðipinnar reka 25 veitingastaði og er áætlað er að halda hluta þeirra opnum. „Við munum þá reyna að leggja meiri áherslu á takeaway og heimsendingar næstu daga og vikur eins og hægt er,“ sagði Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna, sem er komið í samstarf við Hreyfil um að koma matnum heim til fólks. „Þetta er ólíkt öllu öðru sem maður hefur upplifað en þess þó heldur mikilvægt að reyna að halda í gleðina og reyna að horfa í gegnum skaflinn, þetta tekur enda,“ bætti Jóhannes við. Samkomubannið mun nú einnig gilda á hárgreiðslustofum og verður öllum síkum gert að loka næstu vikurnar. Því má fastlega gera ráð fyrir því að mikið álag verði á hárgreiðslustofum landsins að samkomubanni loknu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óvissa með námsmat vegna kórónuveirunnar hefur aukið kvíða stúdenta Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við skólann. 23. mars 2020 21:17 IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað frá og með morgundeginum. 23. mars 2020 19:05 Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima í sjálfskipaðri sóttkví. Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra. 23. mars 2020 20:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Óvissa með námsmat vegna kórónuveirunnar hefur aukið kvíða stúdenta Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við skólann. 23. mars 2020 21:17
IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað frá og með morgundeginum. 23. mars 2020 19:05
Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima í sjálfskipaðri sóttkví. Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra. 23. mars 2020 20:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda