Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:30 Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um Ísland. Lesendur Vísis fá að fylgjast með honum alla daga ferðalagsins. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Sjá meira