Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2020 15:29 Vísir/Vilhelm Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við miklum fjölda umsókna um bætur á móti skertu starfshlutfalli en opnað verður fyrir umsóknir á vef stofnunarinnar fyrir hádegi á morgun. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VMS segir allt kapp lagt á það innan Vinnumálastofnunar að ljúka nauðsynlegum undirbúningi fyrir rafrænar umsóknir um bætur á móti skertu starfshlutfalli samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýverið. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. „Ég reikna með því að hægt verði að sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli fyrir hádegi á morgun,“ segir Unnur. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Vinnumálastofnun frá því Alþingi samþykkti lög um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að sækja um bæturnar frá og með morgundeginum.Vísir/Sigurjón „Þetta geta verið tíu til tuttugu þúsund manns. Það er mikið spurt um þetta en við rennum alveg blint í sjóinn með hvað þetta verða margir,“ segir Unnur. Nú þegar vinni allir starfsemenn stofnunarinnar í þessum málum og bætt verði við í starfslið á greiðslustofu hennar á Skagaströnd til að hafa undan. „Þú sækir um þetta úrræði sjálfur rafrænt á vef Vinnumálatofnunar og atvinnurekandi staðfestir síðan lækkað starfshlutfall á mínum síðum atvinnurekenda á vefnum okkar. Vonandi gengur þetta hraðar fyrir sig með rafrænum lausnum,“ segir Unnur. Stefnt sé að því að greiða fyrstu greiðslurnar hinn 31. mars. En miðað við hvað skammt sé til mánaðamóta gætu einhverjar greiðslur dregist inn í fyrstu viku apríl. „Þetta veltur allt á því hvað atvinnurekendur eru duglegir að fara inn á mínar síður hjá okkur til að staðfesta breytt starfshlutfall hjá sínu fólki,“ segir Unnur. Greiðslurnar muni síðan berast fólki um hver mánaðamót eins og önnur laun. Allar umsóknir muni gilda afturvirkt frá 15. mars síðast liðnum. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03 Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við miklum fjölda umsókna um bætur á móti skertu starfshlutfalli en opnað verður fyrir umsóknir á vef stofnunarinnar fyrir hádegi á morgun. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VMS segir allt kapp lagt á það innan Vinnumálastofnunar að ljúka nauðsynlegum undirbúningi fyrir rafrænar umsóknir um bætur á móti skertu starfshlutfalli samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýverið. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. „Ég reikna með því að hægt verði að sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli fyrir hádegi á morgun,“ segir Unnur. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Vinnumálastofnun frá því Alþingi samþykkti lög um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að sækja um bæturnar frá og með morgundeginum.Vísir/Sigurjón „Þetta geta verið tíu til tuttugu þúsund manns. Það er mikið spurt um þetta en við rennum alveg blint í sjóinn með hvað þetta verða margir,“ segir Unnur. Nú þegar vinni allir starfsemenn stofnunarinnar í þessum málum og bætt verði við í starfslið á greiðslustofu hennar á Skagaströnd til að hafa undan. „Þú sækir um þetta úrræði sjálfur rafrænt á vef Vinnumálatofnunar og atvinnurekandi staðfestir síðan lækkað starfshlutfall á mínum síðum atvinnurekenda á vefnum okkar. Vonandi gengur þetta hraðar fyrir sig með rafrænum lausnum,“ segir Unnur. Stefnt sé að því að greiða fyrstu greiðslurnar hinn 31. mars. En miðað við hvað skammt sé til mánaðamóta gætu einhverjar greiðslur dregist inn í fyrstu viku apríl. „Þetta veltur allt á því hvað atvinnurekendur eru duglegir að fara inn á mínar síður hjá okkur til að staðfesta breytt starfshlutfall hjá sínu fólki,“ segir Unnur. Greiðslurnar muni síðan berast fólki um hver mánaðamót eins og önnur laun. Allar umsóknir muni gilda afturvirkt frá 15. mars síðast liðnum.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03 Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36
Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03
Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14