Segir fólk á ofurlaunum við borðið sem beri enga virðingu fyrir vinnandi fólki Birgir Olgeirsson skrifar 24. mars 2020 15:23 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“ Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“
Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira