Segir fólk á ofurlaunum við borðið sem beri enga virðingu fyrir vinnandi fólki Birgir Olgeirsson skrifar 24. mars 2020 15:23 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“ Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fundi samninganefnd Eflingar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk 10 mínútum eftir að hann hófst í morgun. Annar fundur hefur ekki verið boðaður og segir formaður Eflingar hegðun Sambands íslenskra sveitarfélaga með miklum ólíkindum. Samninganefnd Eflingar tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að aflýsa verkfallsaðgerðum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu mínútna fjarfundur Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars. Fundur samninganefndanna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og var afar stuttur. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir langt á milli deiluaðila og enginn vilji til að nálgast sameiginlega lausn. Hún bendir á að bæjarstjórar þessara sveitarfélaga séu með þeim launahæstu í heimi og gert hafi verið lítið úr launakröfum Eflingarfólks. Hálaunafólk sem ráði ríkjum „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur.“ Efling hefur samið við ríkið og Reykjavíkurborg og vill semja á sama grunni við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin þar eru sum ekki jafn stór og burðug og ríkið og Reykjavíkurborg en Sólveig segir það ekki skipta máli. „Þetta er ekki fjölmennur hópur sem verið er að semja fyrir. Þetta er einstaklega lágt launaður hópur þannig að ef viljinn væri fyrir hendi væri sannarlega hægt að leysa þessi mál hratt og örugglega. En því miður, eins og augljóslega og algjörlega hefur nú komið fram er enginn vilji. Nákvæmlega enginn vilji.“
Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll 2020 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira