Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 15:48 Kanínuhræ eru á víð og dreif í Elliðaárdal. vísir/vilhelm Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“ Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“
Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16