Svindlarar komast á ÓL í Tókýó Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:45 Ólympíuleikunum var frestað til sumarsins 2021. VÍSIR/EPA Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum. Tekin var ákvörðun um það í síðasta mánuði að fresta leikunum og eiga þeir að hefjast í júlí árið 2021. Refsingar Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, taka mið af því að fjögur ár eru vanalega á milli Ólympíuleika og ekki er hægt að lengja þau eftir á vegna frestunar leikanna í þetta eina sinn. „Stöðluð refsing hjá WADA fyrir ólöglega lyfjanotkun er fjögurra ára bann,“ segir Brett Clothier sem er yfir Athletics Integrity Unit, nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þessar refsingar hafa verið hannaðar með ólympíuhringrásina í huga. Í þessu tilfelli er um frávik að ræða og sumt íþróttafólk mun hagnast á því. Þetta er óheppileg staða en þetta er mjög skýrt út frá lagalegum forsendum. Bönnin eru miðuð við tíma en ekki ákveðna atburði,“ sagði Clothier. Clothier bendir á að frestun Ólympíuleikanna þýði líka að þeir sem falla á lyfjaprófi eftir ágúst á þessu ári muni missa af tvennum Ólympíuleikum, í Tókýó og í París árið 2024. Hins vegar geri reglur sem nú gilda í flestum löndum, um að halda fjarlægð frá fólki, það að verkum að afar erfitt sé að sinna lyfjaeftirliti. „Þær reglur sem hafa verið settar í mörgum löndum hafa gríðarlega alvarleg áhrif á lyfjapróf í heiminum. Við framkvæmum próf fyrir yfir 100 lönd og reglurnar eru ólíkar í hverju landi fyrir sig, og þær breytast dag frá degi eða viku frá viku. Við erum enn að framkvæma próf en það hafa verið alvarlegar truflanir, ekki spurning,“ sagði Clothier. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sjá meira
Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum. Tekin var ákvörðun um það í síðasta mánuði að fresta leikunum og eiga þeir að hefjast í júlí árið 2021. Refsingar Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, taka mið af því að fjögur ár eru vanalega á milli Ólympíuleika og ekki er hægt að lengja þau eftir á vegna frestunar leikanna í þetta eina sinn. „Stöðluð refsing hjá WADA fyrir ólöglega lyfjanotkun er fjögurra ára bann,“ segir Brett Clothier sem er yfir Athletics Integrity Unit, nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þessar refsingar hafa verið hannaðar með ólympíuhringrásina í huga. Í þessu tilfelli er um frávik að ræða og sumt íþróttafólk mun hagnast á því. Þetta er óheppileg staða en þetta er mjög skýrt út frá lagalegum forsendum. Bönnin eru miðuð við tíma en ekki ákveðna atburði,“ sagði Clothier. Clothier bendir á að frestun Ólympíuleikanna þýði líka að þeir sem falla á lyfjaprófi eftir ágúst á þessu ári muni missa af tvennum Ólympíuleikum, í Tókýó og í París árið 2024. Hins vegar geri reglur sem nú gilda í flestum löndum, um að halda fjarlægð frá fólki, það að verkum að afar erfitt sé að sinna lyfjaeftirliti. „Þær reglur sem hafa verið settar í mörgum löndum hafa gríðarlega alvarleg áhrif á lyfjapróf í heiminum. Við framkvæmum próf fyrir yfir 100 lönd og reglurnar eru ólíkar í hverju landi fyrir sig, og þær breytast dag frá degi eða viku frá viku. Við erum enn að framkvæma próf en það hafa verið alvarlegar truflanir, ekki spurning,“ sagði Clothier.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sjá meira
„Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15