Umsóknir um skert starfshlutfall streyma inn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 16:35 Húsnæði Vinnumálastofnunar í Reykjavík. Stofnunin hefur einnig útibú á Hvammstanga þar sem umsóknir um fæðingarorlof eru afgreiddar svo dæmi sé tekið. Vísir/Vilhelm Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun á fyrstu fjórum klukkustundunum síðan hægt var að sækja um úrræðið á vef stofnunarinnar í hádeginu. Alþingi samþykkti á föstudag frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, svokallaða hlutastarfaleið. Vinnumálastofnun hefur umsjón með umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og hafa um 500 umsóknir bæst við á hverjum klukkutíma frá því opnað var fyrir umsóknir í hádeginu. Alls voru umsóknirnar í kringum fjögur þúsund um klukkan fjögur síðdegis að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. Einhverjar greiðslur geta hins vegar dregist fram í byrjun apríl. Allar umsóknir gilda afturvirkt frá 15. mars síðastliðnum. „Markmiðið með lagasetningunni er einfalt; stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Þessi miklu viðbrögð sýna að þessar aðgerðir eru að virka og við ætlum að fara í gegnum þetta saman og að hér verði kröftug viðspyrna í þessum tímabundna ástandi sem faraldurinn er,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Undir þetta tekur Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er fagnaðarefni hversu hratt hefur gengið að vinna þetta verkefni og það hefur verið mikið álag á vef Vinnumálastofnunar frá því opnuðum fyrir umsóknir í dag. Umsóknirnar sem okkur hafa borist í dag eru fjölmargar og við hvetjum bæði atvinnurekendur og launafólk til þess að kynna sér þessi úrræði vel.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08 Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun á fyrstu fjórum klukkustundunum síðan hægt var að sækja um úrræðið á vef stofnunarinnar í hádeginu. Alþingi samþykkti á föstudag frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, svokallaða hlutastarfaleið. Vinnumálastofnun hefur umsjón með umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og hafa um 500 umsóknir bæst við á hverjum klukkutíma frá því opnað var fyrir umsóknir í hádeginu. Alls voru umsóknirnar í kringum fjögur þúsund um klukkan fjögur síðdegis að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. Einhverjar greiðslur geta hins vegar dregist fram í byrjun apríl. Allar umsóknir gilda afturvirkt frá 15. mars síðastliðnum. „Markmiðið með lagasetningunni er einfalt; stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Þessi miklu viðbrögð sýna að þessar aðgerðir eru að virka og við ætlum að fara í gegnum þetta saman og að hér verði kröftug viðspyrna í þessum tímabundna ástandi sem faraldurinn er,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Undir þetta tekur Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er fagnaðarefni hversu hratt hefur gengið að vinna þetta verkefni og það hefur verið mikið álag á vef Vinnumálastofnunar frá því opnuðum fyrir umsóknir í dag. Umsóknirnar sem okkur hafa borist í dag eru fjölmargar og við hvetjum bæði atvinnurekendur og launafólk til þess að kynna sér þessi úrræði vel.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08 Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08
Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29