Ásdís: Gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 22:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Sjá meira