Ásdís: Gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 22:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira