„Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 12:41 Kaupmenn reyna hvað þeir geta til að þjónusta viðskiptavini sína. Viðskiptavinir verslana og veitingastaða landsins eru hættir að mæta á svæðið og hefur verslun hrunið. Kaupmenn og veitingamenn gefast þó ekki svo auðveldlega upp og hafa t.a.m. gefið í þegar kemur að sölu á netinu og eru tilbúnir að keyra vörurnar sjálfir heim til fólks ef þess þarf. Í Íslandi í dag í gær hitti Sindri Sindrason fjölmarga verslunar- og veitingamenn sem ætla sér að komast í gegnum skaflinn og gefa ekki upp í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Matvöruverslanir hafa aldrei selt eins mikið og einnig selst áfengi mikið og kaffi. Hreinlætisvörur af öllu tagi rokseljast og sælgæti og snakk sömuleiðis. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og auðvitað reynir maður bara sitt besta. Við erum að skoða möguleikana hvað við getum gert. Það eru ekki margir hér í Kringlunni og Smáralind en þó einhverjir,“ segir Svava Johansen, kaupmaður, og bætir við að viðskiptavinir fá núna sérstaklega persónulega og góða þjónustu. En tímar sem þessir kalla á breyttan hugsunarhátt. „Við höfum aldrei verið sterk í netverslun og erum að efla þann hluta núna og það hefur heldur betur verið sala þar. Við höfum bara gaman af því og gerum eins og kaupmaðurinn á horninu og keyrum vöruna heima.“ „Það er mjög góða sala hjá okkur í kósýgöllum,“ segir Helena Hafliðadóttir, kaupmaður í Kringlunni. „Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar en maður verður að reyna vera bjartsýnn.“ „Það er svona meira um að fólk er að kaupa minni kökur eins og bollakökur,“ segir Bryndís Pétursdóttir hjá 17 sortum. „Það er verið að versla hlaupafatnað, útifatnað og jógadýnur. Fólk er mikið að spyrja út í lóð og ketilbjöllur og meira verslað á netinu,“ segir Sandra María Kjartansdóttir hjá Nike. „Fólk er að versla handspritt og vörur til sótthreinsunnar og eins og er eigum við þetta til,“ segir Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf&Heilsu. „Ætli það sé ekki svona 80 prósent minnkun hérna inn en það hefur verið ágætt í heimsendingarþjónustu,“ segir Herborg Svana Hjelm, eigandi Fjárhússins í Granda Mathöll. „Við vorum að byrja að senda á allt höfuðborgarsvæðið í dag og það er það næsta sem við ætlum að gera.“ Byggingarvörufyrirtæki finna fyrir ástandi en fólk virðist fara í auknu mæli í litlar framkvæmdir heima fyrir. „Ég held að það sé einna mest málningarvörur sem eru að seljast og svo hreinlætisvörur,“ segir Guðni Björn, verslunarstjóri í Byko. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Verslun Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Viðskiptavinir verslana og veitingastaða landsins eru hættir að mæta á svæðið og hefur verslun hrunið. Kaupmenn og veitingamenn gefast þó ekki svo auðveldlega upp og hafa t.a.m. gefið í þegar kemur að sölu á netinu og eru tilbúnir að keyra vörurnar sjálfir heim til fólks ef þess þarf. Í Íslandi í dag í gær hitti Sindri Sindrason fjölmarga verslunar- og veitingamenn sem ætla sér að komast í gegnum skaflinn og gefa ekki upp í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Matvöruverslanir hafa aldrei selt eins mikið og einnig selst áfengi mikið og kaffi. Hreinlætisvörur af öllu tagi rokseljast og sælgæti og snakk sömuleiðis. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og auðvitað reynir maður bara sitt besta. Við erum að skoða möguleikana hvað við getum gert. Það eru ekki margir hér í Kringlunni og Smáralind en þó einhverjir,“ segir Svava Johansen, kaupmaður, og bætir við að viðskiptavinir fá núna sérstaklega persónulega og góða þjónustu. En tímar sem þessir kalla á breyttan hugsunarhátt. „Við höfum aldrei verið sterk í netverslun og erum að efla þann hluta núna og það hefur heldur betur verið sala þar. Við höfum bara gaman af því og gerum eins og kaupmaðurinn á horninu og keyrum vöruna heima.“ „Það er mjög góða sala hjá okkur í kósýgöllum,“ segir Helena Hafliðadóttir, kaupmaður í Kringlunni. „Þetta eru auðvitað bara ömurlegir tímar en maður verður að reyna vera bjartsýnn.“ „Það er svona meira um að fólk er að kaupa minni kökur eins og bollakökur,“ segir Bryndís Pétursdóttir hjá 17 sortum. „Það er verið að versla hlaupafatnað, útifatnað og jógadýnur. Fólk er mikið að spyrja út í lóð og ketilbjöllur og meira verslað á netinu,“ segir Sandra María Kjartansdóttir hjá Nike. „Fólk er að versla handspritt og vörur til sótthreinsunnar og eins og er eigum við þetta til,“ segir Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf&Heilsu. „Ætli það sé ekki svona 80 prósent minnkun hérna inn en það hefur verið ágætt í heimsendingarþjónustu,“ segir Herborg Svana Hjelm, eigandi Fjárhússins í Granda Mathöll. „Við vorum að byrja að senda á allt höfuðborgarsvæðið í dag og það er það næsta sem við ætlum að gera.“ Byggingarvörufyrirtæki finna fyrir ástandi en fólk virðist fara í auknu mæli í litlar framkvæmdir heima fyrir. „Ég held að það sé einna mest málningarvörur sem eru að seljast og svo hreinlætisvörur,“ segir Guðni Björn, verslunarstjóri í Byko. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Verslun Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira