Þakklát fyrir að börnin voru ekki í bílnum þegar eldurinn kviknaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 13:00 Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Berglind Guðmundsdóttir segist hafa brotnað niður í samtali sínu við slökkvilið á vettvangi í gær. Mynd úr einkasafni Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira