Bein útsending: Vélmennaárás Ævars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 12:35 Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður. Mynd/Forlagið Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum. Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum.
Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00