Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti smitaðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 13:39 Tvær öldrunardeildir Landspítalans eru á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira