„Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 15:50 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira