Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 15:25 Heilbrigðisstarfsmaður leiðir sjúkling inn í greiningarstöð vegna kórónuveirunnar í tjaldi fyrir utan Elmurst sjúkrahúsið í New York. John Minchillo/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. „Þegar forsetinn segir að New York fylki þurfi ekki þrjátíu þúsund öndunarvélar þá er hann, með fullri virðingu, ekki að horfa á staðreyndir um stjarnfræðilegan vöxt þessa vandamáls,“ sagði de Blasio á sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump sagði í viðtali við Sean Hannity á Fox sjónvarpsstöðinni í gær: „Ég trúi því ekki að maður þurfi þrjátíu eða fjörtíu þúsund öndunarvélar. Maður fer inn á stóra spítala og þeir eru stundum með tvær öndunarvélar. Og allt í einu segja þeir 'Getum við pantað þrjátíu þúsund öndunarvélar',“ sagði Trump. Bandaríkin tróna nú á toppi landalistans yfir greind kórónuveirutilfelli, með alls 85.991 tilfelli, sem eru fleiri en hafa greinst í Kína þar sem talið er að kórónuveiran hafi átt upptök sín. Hálf milljón manna hefur greinst í heiminum öllum. Alls hafa 1.296 menn látið lífið úr Covid-19 í Bandaríkunum. Rúmlega 37 þúsund bandarísku tilfellanna eru í New York fylki þar sem þéttbýlið í samnefndri stórborg greiðir fyrir smiti. Andrew Cuomo fylkisstjóri segir þörf fyrir 87 þúsund sjúkrarúm, 37 þúsund gjörgæslurúm og 26 þúsund öndunarvélar umfram það sem fyrir er vegna þess álags sem kórónufaraldurinn skapar. Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings varð mikið fár í dag þegar íhaldssamur þingmaður repúblikana, Thomas Massie, hótaði að krefjast nafnakalls við atkvæðagreiðslu, sem myndi tefja afgreiðslu björgunarpakka sem á að styðja við efnahagslifið og hjálpa fólki sem verður fyrir tekjutapi vegna kórónufaraldursins. Margir þingmenn eru fjarstaddir og þyrftu, ef farið er fram á nafnakall, að ferðast úr kjördæmum sínum til Washington borgar til að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Trump forseti brást æfur við hótun þingmannsins og sagði að hann hefði eingöngu áhuga á að láta ljós sitt skína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira