Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg og ríki samþykktir Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 15:04 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/vilhelm Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa greitt atkvæði um kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Enn hefur ekki náðst samningur milli félagsmanna Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að af þeim 777 sem greiddu atkvæði um Reykjavíkurborgarsamninginn sögðu 92% já og 6% nei. 2% tóku ekki afstöðu. Alls voru 1858 á kjörskrá og kjörsókn því 42%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 96% já og 3% sögðu nei. 1% tók ekki afstöðu. Alls voru 545 á kjörskrá og kjörsókn því 13%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 23. mars til hádegis í dag föstudaginn 27. mars. Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun „Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. Reykjavík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa greitt atkvæði um kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Enn hefur ekki náðst samningur milli félagsmanna Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að af þeim 777 sem greiddu atkvæði um Reykjavíkurborgarsamninginn sögðu 92% já og 6% nei. 2% tóku ekki afstöðu. Alls voru 1858 á kjörskrá og kjörsókn því 42%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 96% já og 3% sögðu nei. 1% tók ekki afstöðu. Alls voru 545 á kjörskrá og kjörsókn því 13%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 23. mars til hádegis í dag föstudaginn 27. mars. Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun „Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu.
Reykjavík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12
Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22