Umferðin heldur áfram að dragast saman í samkomubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:37 Það eru mun færri á ferli í borginni þessa daga vegna samkomubannsins. Það sést meðal annars á umferðartölum. Vísir/Vihelm Umferðin á höfuðborgarsvæðinu frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku dróst saman um nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar. Þetta sýna niðurstöður mælinga úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem verkfræðistofan Efla fékk frá Reykjavíkurborg. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og eru áhrif bannsins á umferðina töluverð. Þannig sýnir samantekt Eflu að þegar samkomubann var fyrst sett á mánudaginn í síðustu viku dró úr umferð á götum borgarinnar sem nemur um 24%. Þegar hert samkomubann tók hins vegar gildi í vikunni fór hlutfallið í 38%. „Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum,“ segir á vef Eflu. Ef litið er til umferðardreifingu yfir sólarhringinn sést að dregið hefur úr umferð nokkuð hlutfallslega jafn yfir allan sólarhringinn. Þá hefur dregið verulega úr umferðartoppum á annatíma. Þess ber þó að geta að niðurstöðurnar byggja einungis á samanburði við fyrstu þrjá dagana í hertu samkomubanni og því skal taka niðurstöðum með fyrirvara. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku dróst saman um nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar. Þetta sýna niðurstöður mælinga úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem verkfræðistofan Efla fékk frá Reykjavíkurborg. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og eru áhrif bannsins á umferðina töluverð. Þannig sýnir samantekt Eflu að þegar samkomubann var fyrst sett á mánudaginn í síðustu viku dró úr umferð á götum borgarinnar sem nemur um 24%. Þegar hert samkomubann tók hins vegar gildi í vikunni fór hlutfallið í 38%. „Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum,“ segir á vef Eflu. Ef litið er til umferðardreifingu yfir sólarhringinn sést að dregið hefur úr umferð nokkuð hlutfallslega jafn yfir allan sólarhringinn. Þá hefur dregið verulega úr umferðartoppum á annatíma. Þess ber þó að geta að niðurstöðurnar byggja einungis á samanburði við fyrstu þrjá dagana í hertu samkomubanni og því skal taka niðurstöðum með fyrirvara.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira