Mikilvægt að virða samkomubann þó úrvinnslusóttkví sé lokið Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 28. mars 2020 11:39 Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Vísir Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira