Haukar munu fara varlega á leikmannamarkaðnum í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 19:00 Aron Kristjánsson tekur við Haukunum í sumar. vísir/s2s Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron. Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron.
Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira