Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 11:28 Fjallið Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/SamúelKarl Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira