Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 19:15 Þórdís Erla Björnsdóttir hefur verði heima með langveikan son sinn í tvær vikur. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50