Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 19:15 Þórdís Erla Björnsdóttir hefur verði heima með langveikan son sinn í tvær vikur. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50