Grunur um að fyrirtæki misnoti ríkisaðstoð vegna faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 18:23 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira