Mannlaus miðbær ber merki samkomubannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:05 Miðbærinn er svo gott sem mannlaus um þessar mundir. Vísir/Vihelm Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira