Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 31. mars 2020 09:00 Einar Jónsson var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. skjáskot/s2s Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira