Meiri átroðningur í Strætó eftir að ferðum var fækkað vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 11:46 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“ Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Ekki kemur til greina að bjóða notendum Strætó á höfuðborgarsvæðinu að frysta kort sín samhliða þjónustuskerðingu. Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru en farþegum hefur fækkað mikið að undanförnu. Frá og með deginum í dag munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og venjulega. Sjá einnig: Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir það ekki vera til skoðunar að koma til móts við farþega vegna þessa, til að mynda með því að stöðva áskriftir. Hann segir vera gert ráð fyrir því að um sé að ræða mjög tímabundið ástand. „Við svo sem tökum daglega stöðuna en við erum allavega ekki eins og staðan er í dag með þetta upp á teikniborðinu.“ Meiri átroðningur eftir fækkun ferða Jóhannes kannast við ábendingar þess efnis að mun fleiri séu í vögnunum eftir að ferðum var fækkað sem geri fólki erfiðara fyrir að virða fjarlægðarmörk. „Já, við höfðum allavega heyrt af nokkrum tilvikum í morgun og við settum reyndar aukavagna á nokkrar brottfarir en við munum líklega hafa vagn í standby á nokkrum stöðum til að reyna að koma enn meira í veg fyrir þetta.“ Hann hafnar því að þessi breyting hafi að einhverju leyti unnið gegn markmiðum þeirra um sóttvarnir eða tilmælum frá yfirvöldum. „Það held ég ekki, almennt er verið að höfða til skynsemi fólks í þessum tilmælum og það hafa verið skilaboðin svo að þau eru ekkert breytt.“ Geta ekki talið í vagnanna „Við höfum náttúrulega bara almennt í þessu ástandi verið að höfða til fólks alveg á sama hátt og almannavarnir, að það passi bara upp á þetta sjálft.“ Hann segir bílstjóra ekki hafa tök á því að telja inn í vagnanna þegar svona er. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að bílstjórar Strætó myndu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti. „Við auðvitað reynum að bregðast við og á morgun munum við setja kannski fleiri aukavagna ef að slíkt kemur upp en almennt erum við bara að höfða til samvisku fólks um að það passi upp á fjarlægðarmörk og samgöngutakmörk.“
Strætó Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50