Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 11:51 Tuttugu og þrjú þúsund manns hafa sótt um bætur hjá Vinnumálastofnun vegna minnkaðs starfshlutfalls. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira