Innantómt upphlaup Atli Bollason skrifar 20. apríl 2020 10:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið 17. apríl og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Hann viðrar einnig áhyggjur af verðlagsþróun hérlendis. En hér gæti VR lagt miklu meira af mörkum heldur en gagnrýni á stjórnvöld. Vextir LV hækka Í júníbyrjun 2019 tilkynnti stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna um fyrirhugaða hækkun breytilegra vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum úr 2,06% í 2,26%. Þetta kom illa við stjórn VR og í kjölfarið ákvað fulltrúaráð VR að skipta út öllum stjórnarmönnum í LV. Í yfirlýsingu sagði stjórn VR ástæðuna vera „hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána sem gengur í berhögg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningi [lífskjarasamningunum].“ En þótt stjórninni hafi verið skipt út þá tók vaxtabreytingin engu að síður gildi. Ég tók sjálfur nákvæmlega svona lán hjá LV í árslok 2017 og vextirnir hafa ekki nema hækkað samhliða lækkun stýrivaxta sem eru nú í sögulegu lágmarki. Miðað við upprunalega lánaskilmála ættu vextirnir á mínu láni í dag að vera 1,65% en þeir eru enn 2,26% þrátt fyrir upphlaupið síðasta sumar. Var það ekki nema innantómt sjónarspil? Er ekki eðlileg krafa að LV virði þær forsendur og skilmála sem ég gekkst undir við lántöku? Bætum lífskjörin Hér skal nefnt að Neytendastofa lýsti því yfir að vaxtabreytingin hefði ekki verið í samræmi við gerða lánasamninga og LV ákvað í vor að endurgreiða lántökum ofgreidda vexti. Sú ákvörðun tók hins vegar bara til lána sem voru veitt fram í apríl 2017 og nær því ekki til mín né annarra sem tóku lán að þeim tíma loknum. Í mínu tilfelli er vaxtahækkunin því dæmd lögleg. Hvort hún er siðleg er hins vegar annað mál. Með því að taka mið af stýrivöxtum eins og eðlilegt þykir meðal lánveitenda sem bjóða upp á breytilega vexti hefur VR tækifæri til að leggja sitt af mörkum og bæta lífskjör fjölda félagsmanna. Óskandi væri að Ragnar Þór gripi það. Höfundur er launþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Atli Bollason Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið 17. apríl og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Hann viðrar einnig áhyggjur af verðlagsþróun hérlendis. En hér gæti VR lagt miklu meira af mörkum heldur en gagnrýni á stjórnvöld. Vextir LV hækka Í júníbyrjun 2019 tilkynnti stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna um fyrirhugaða hækkun breytilegra vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum úr 2,06% í 2,26%. Þetta kom illa við stjórn VR og í kjölfarið ákvað fulltrúaráð VR að skipta út öllum stjórnarmönnum í LV. Í yfirlýsingu sagði stjórn VR ástæðuna vera „hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána sem gengur í berhögg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningi [lífskjarasamningunum].“ En þótt stjórninni hafi verið skipt út þá tók vaxtabreytingin engu að síður gildi. Ég tók sjálfur nákvæmlega svona lán hjá LV í árslok 2017 og vextirnir hafa ekki nema hækkað samhliða lækkun stýrivaxta sem eru nú í sögulegu lágmarki. Miðað við upprunalega lánaskilmála ættu vextirnir á mínu láni í dag að vera 1,65% en þeir eru enn 2,26% þrátt fyrir upphlaupið síðasta sumar. Var það ekki nema innantómt sjónarspil? Er ekki eðlileg krafa að LV virði þær forsendur og skilmála sem ég gekkst undir við lántöku? Bætum lífskjörin Hér skal nefnt að Neytendastofa lýsti því yfir að vaxtabreytingin hefði ekki verið í samræmi við gerða lánasamninga og LV ákvað í vor að endurgreiða lántökum ofgreidda vexti. Sú ákvörðun tók hins vegar bara til lána sem voru veitt fram í apríl 2017 og nær því ekki til mín né annarra sem tóku lán að þeim tíma loknum. Í mínu tilfelli er vaxtahækkunin því dæmd lögleg. Hvort hún er siðleg er hins vegar annað mál. Með því að taka mið af stýrivöxtum eins og eðlilegt þykir meðal lánveitenda sem bjóða upp á breytilega vexti hefur VR tækifæri til að leggja sitt af mörkum og bæta lífskjör fjölda félagsmanna. Óskandi væri að Ragnar Þór gripi það. Höfundur er launþegi
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar