Enga ládeyðu að sjá á íbúðamarkaði enn sem komið er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 11:42 Árið virðist fara nokkuð vel af stað á fasteignamarkaðnum samkvæmt Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. MYND/VILHELM Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag sem ber yfirskriftina „Engin ládeyða á íbúðamarkaði“. Í Hagsjánni er vísað í upplýsingar frá Þjóðskrá um fjölda þinglýstra kaupsamninga sem voru 5% fleiri í mars í ár en í mars 2019. „Búast hefði mátt við því að viðskipti drægjust eitthvað samaní ljósi aðstæðna en þær virðast ekki hafa haft teljandi áhrif. Þó ber að hafa í huga að hluti viðskiptannaáttu sér líklega stað í febrúar þar sem nokkur tímatöf er frá undirritun kaupsamnings þar til þinglýsingu er lokið. Það sem af er ári hefur1.904 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er 5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Árið fer því nokkuð vel af stað á íbúðamarkaði og er mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta hærri en það sem hefur sést á allra síðustu árum,“ segir í Hagsjánni. Af sveitarfélögunum innan höfuðborgarsvæðisins er aukningin hlutfallslega mest í Kópavogi: „Þar var 107 kaupsamningum þinglýst til samanburðar við 87 samningum fyrir ári síðan. Í Mosfellsbæ var einnig nokkuð mikil aukning í mars þar sem 10% fleiri kaupsamningum var þinglýst. Þó fórmeirihluti íbúðaviðskipta í mars fram í Reykjavík,en þar var 333 kaupsamningum þinglýst, sem er aukning upp á 5% milli ára.“ Þá segir í Hagsjánni að neysla hafi almennt tekið ákveðnum breytingum vegna kórónuveirufaraldursins en þær aðstæður virðast ekki hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn, að minnsta kosti enn sem komið er. Mælingar Gallup hafi þó sýnt fram á minni líkur á stórkaupum hjá landsmönnum í mars en það hafi aðallega verið vegna færri fyrirhugaðra utanlandsferða. Þannig virðist fólk jafnvel huga að fasteignakaupum í auknum mæli nú en áður. Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag sem ber yfirskriftina „Engin ládeyða á íbúðamarkaði“. Í Hagsjánni er vísað í upplýsingar frá Þjóðskrá um fjölda þinglýstra kaupsamninga sem voru 5% fleiri í mars í ár en í mars 2019. „Búast hefði mátt við því að viðskipti drægjust eitthvað samaní ljósi aðstæðna en þær virðast ekki hafa haft teljandi áhrif. Þó ber að hafa í huga að hluti viðskiptannaáttu sér líklega stað í febrúar þar sem nokkur tímatöf er frá undirritun kaupsamnings þar til þinglýsingu er lokið. Það sem af er ári hefur1.904 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er 5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Árið fer því nokkuð vel af stað á íbúðamarkaði og er mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta hærri en það sem hefur sést á allra síðustu árum,“ segir í Hagsjánni. Af sveitarfélögunum innan höfuðborgarsvæðisins er aukningin hlutfallslega mest í Kópavogi: „Þar var 107 kaupsamningum þinglýst til samanburðar við 87 samningum fyrir ári síðan. Í Mosfellsbæ var einnig nokkuð mikil aukning í mars þar sem 10% fleiri kaupsamningum var þinglýst. Þó fórmeirihluti íbúðaviðskipta í mars fram í Reykjavík,en þar var 333 kaupsamningum þinglýst, sem er aukning upp á 5% milli ára.“ Þá segir í Hagsjánni að neysla hafi almennt tekið ákveðnum breytingum vegna kórónuveirufaraldursins en þær aðstæður virðast ekki hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn, að minnsta kosti enn sem komið er. Mælingar Gallup hafi þó sýnt fram á minni líkur á stórkaupum hjá landsmönnum í mars en það hafi aðallega verið vegna færri fyrirhugaðra utanlandsferða. Þannig virðist fólk jafnvel huga að fasteignakaupum í auknum mæli nú en áður.
Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira