Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 15:06 Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. Nokkur óvissa var um hvort að regla um að halda tveggja metra fjarlægð á milli fólks yrði í gildi í leik- og grunnskólum þegar byrjað verður að létta á sóttvarnaaðgerðum 4. maí um helgina. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að leik- og grunnskólar gætu starfað með hefðbundnum hætti á upplýsingafundi almannavarna í gær en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fullyrti að tveggja metra reglan yrði í gildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Víðir rakti misræmið í yfirlýsingum þeirra til þess að hann hefði ekki staðið sig nægilega vel í að miðla upplýsingum til menntamálaráðuneytisins. Ráðherra hefði byggt ummæli sín á fyrri yfirlýsingum almannavarna um skólahald. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók af tvímæli og sagðist hafa lagt til við heilbrigðisráðherra að hefja mætti leik- og grunnskólastarf með hefðbundnum hætti. Erfitt væri að framfylgja tveggja metra reglunni í skólunum og einnig væru heilbrigðisyfirvöld að fá betri og meiri upplýsingar um að smit væru fátíð á meðal barna yngri en tólf ára. Þá væru vísbendingar úr smitrakningu um að smit frá börnum til fullorðinna ættu sér varla stað. Það væru fyrst og fremst fullorðnir sem smiti börn. Börn séu því ekki þungmiðja í sóttvarnaráðstöfunum nú eins og gildi þó í mörgum öðrum sjúkdómum. „Á þeim grunni teljum við að við getum aflétt þessum takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskóla, þar á meðal á þessari tveggja metra reglu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. Nokkur óvissa var um hvort að regla um að halda tveggja metra fjarlægð á milli fólks yrði í gildi í leik- og grunnskólum þegar byrjað verður að létta á sóttvarnaaðgerðum 4. maí um helgina. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að leik- og grunnskólar gætu starfað með hefðbundnum hætti á upplýsingafundi almannavarna í gær en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fullyrti að tveggja metra reglan yrði í gildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Víðir rakti misræmið í yfirlýsingum þeirra til þess að hann hefði ekki staðið sig nægilega vel í að miðla upplýsingum til menntamálaráðuneytisins. Ráðherra hefði byggt ummæli sín á fyrri yfirlýsingum almannavarna um skólahald. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók af tvímæli og sagðist hafa lagt til við heilbrigðisráðherra að hefja mætti leik- og grunnskólastarf með hefðbundnum hætti. Erfitt væri að framfylgja tveggja metra reglunni í skólunum og einnig væru heilbrigðisyfirvöld að fá betri og meiri upplýsingar um að smit væru fátíð á meðal barna yngri en tólf ára. Þá væru vísbendingar úr smitrakningu um að smit frá börnum til fullorðinna ættu sér varla stað. Það væru fyrst og fremst fullorðnir sem smiti börn. Börn séu því ekki þungmiðja í sóttvarnaráðstöfunum nú eins og gildi þó í mörgum öðrum sjúkdómum. „Á þeim grunni teljum við að við getum aflétt þessum takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskóla, þar á meðal á þessari tveggja metra reglu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48
Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19