Segist ætla að stöðva allar komur innflytjenda Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. apríl 2020 07:08 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump forseti Bandaríkja hyggst stöðva allar komur innflytjenda til landsins vegna faraldurs kórónuveiru. Hann tilkynnti á Twitter-reikningi sínum í nótt að hann muni undirrita forsetatilskipun þess efnis. Í færslunni kveðst Trump grípa til umræddra aðgerða vegna "ósýnilega óvinarins", þ.e. kórónuveirunnar, og einnig til að tryggja atvinnuöryggi Bandaríkjamanna. In light of the attack from the Invisible Enemy, as well as the need to protect the jobs of our GREAT American Citizens, I will be signing an Executive Order to temporarily suspend immigration into the United States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2020 Forsetinn veitti ekki frekari upplýsingar um málið í færslunni og samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs er ekki ljóst hvenær eða hvort tilskipunin komi til framkvæmda. Ríkisstjórn Trumps hefur þegar gefið út að afgreiðslu nær allra vegabréfsáritana verði hætt á meðan faraldurinn geisar. Þá hefur Trump verið talsvert gagnrýndur fyrir boðaðar aðgerðir og sakaður um að nýta sér faraldurinn til að beita harðræði í málefnum innflytjenda. Veiran hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa nær 790 þúsund smitast í landinu og yfir 42 þúsund látist, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu. Þá hefur efnahagslífið tekið skarpa dýfu, líkt og annars staðar í heiminum, en yfir 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur síðustu vikur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkja hyggst stöðva allar komur innflytjenda til landsins vegna faraldurs kórónuveiru. Hann tilkynnti á Twitter-reikningi sínum í nótt að hann muni undirrita forsetatilskipun þess efnis. Í færslunni kveðst Trump grípa til umræddra aðgerða vegna "ósýnilega óvinarins", þ.e. kórónuveirunnar, og einnig til að tryggja atvinnuöryggi Bandaríkjamanna. In light of the attack from the Invisible Enemy, as well as the need to protect the jobs of our GREAT American Citizens, I will be signing an Executive Order to temporarily suspend immigration into the United States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2020 Forsetinn veitti ekki frekari upplýsingar um málið í færslunni og samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs er ekki ljóst hvenær eða hvort tilskipunin komi til framkvæmda. Ríkisstjórn Trumps hefur þegar gefið út að afgreiðslu nær allra vegabréfsáritana verði hætt á meðan faraldurinn geisar. Þá hefur Trump verið talsvert gagnrýndur fyrir boðaðar aðgerðir og sakaður um að nýta sér faraldurinn til að beita harðræði í málefnum innflytjenda. Veiran hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa nær 790 þúsund smitast í landinu og yfir 42 þúsund látist, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu. Þá hefur efnahagslífið tekið skarpa dýfu, líkt og annars staðar í heiminum, en yfir 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur síðustu vikur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira