Undirbjuggu hjartaflugið í flughermi í Hafnarfirði Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 10:28 Linda Gunnarsdóttir er yfirflugstjóri Icelandair. „Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair um flugið til Sjanghæ og hjartað yfir borginni. Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins á sunnudaginn með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt. Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi. „Okkur fannst þetta strax alveg stórkostleg hugmynd enda erum við óskaplega þakklát þessu fólki eins og þjóðin öll. Þetta þarf undirbúning eins og annað. Við búum svo vel að við erum með okkar eigin flughermi í Hafnarfirði, þannig að þeir fóru í flugherminn og æfðu þetta og bjuggu til hnit og útlínur sem þeir unnu svo með í gegnum flugtölvu vélarinnar. Þetta er vandasamt að gera þetta og erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera.“ Hún segir að aðstæður á sunnudaginn hafi ekki verið þær bestu. „Það var mikill vindur í lofti og það þarf að taka tillit til þess svo þetta verði fallegt. Það er í raun sjálfstýring á og þeir voru búnir að búa til í hnittölvu vélarinnar hnit og útlínur.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Lindu sem tekið var í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair um flugið til Sjanghæ og hjartað yfir borginni. Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins á sunnudaginn með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt. Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi. „Okkur fannst þetta strax alveg stórkostleg hugmynd enda erum við óskaplega þakklát þessu fólki eins og þjóðin öll. Þetta þarf undirbúning eins og annað. Við búum svo vel að við erum með okkar eigin flughermi í Hafnarfirði, þannig að þeir fóru í flugherminn og æfðu þetta og bjuggu til hnit og útlínur sem þeir unnu svo með í gegnum flugtölvu vélarinnar. Þetta er vandasamt að gera þetta og erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera.“ Hún segir að aðstæður á sunnudaginn hafi ekki verið þær bestu. „Það var mikill vindur í lofti og það þarf að taka tillit til þess svo þetta verði fallegt. Það er í raun sjálfstýring á og þeir voru búnir að búa til í hnittölvu vélarinnar hnit og útlínur.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Lindu sem tekið var í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira