Trump með rúmlega 27 milljarða króna forskot á Biden Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 11:42 Joe Biden þarf að spýta verulega í lófana til þess að brúa bilið í framboð Trump sem hefur sankað að sér miklum auðæfum fyrir kosningabaráttuna. AP/Evan Vucci Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira