Damir varð vitni að heimilisofbeldi: „Hræddur að þetta yrði verra ef ég segði frá þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 12:37 Damir hefur leikið með Breiðabliki síðan 2014. vísir/bára Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira