Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2020 12:11 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. Stofnunin vekur athygli á því í tilkynningu á heimasíðu sinni að þessi mikla aukning á fjölda í greiðsluþjónustu hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma. Starfsfólk Vinnumálastofnunar leggi allt kapp á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli en það gefi augaleið að vegna umfangsins hafi afgreiðslutíminn lengst. Slíkt sé því miður óhjákvæmilegt. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020. Það gefur augaleið að umfangsins vegna hefur afgreiðslutíminn lengst, það er því miður óhjákvæmilegt. Við bendum enn og aftur á heimasíðuna okkar sem fyrsta kost í upplýsingaleit og að við höfum samband með tölvupósti eða bréfi á mínum síðum ef það vantar frekari gögn eða upplýsingar sem tengjast umsókn. Á meðan þessi staða er uppi og verið er að vinna sig í gegn um þennan skafl umsókna langar okkur hjá Vinnumálastofnun að biðja umsækjendur um að sýna okkur þolinmæði og biðlund. Hér er hægt að sjá mælaborð Vinnumálastofnunar vegna minnkaðs starfshlutfalls og þróunina sem hefur verið í fjölda umsókna,“ segir í tilkynningu Vinnumálastofnunar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. Stofnunin vekur athygli á því í tilkynningu á heimasíðu sinni að þessi mikla aukning á fjölda í greiðsluþjónustu hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma. Starfsfólk Vinnumálastofnunar leggi allt kapp á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli en það gefi augaleið að vegna umfangsins hafi afgreiðslutíminn lengst. Slíkt sé því miður óhjákvæmilegt. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020. Það gefur augaleið að umfangsins vegna hefur afgreiðslutíminn lengst, það er því miður óhjákvæmilegt. Við bendum enn og aftur á heimasíðuna okkar sem fyrsta kost í upplýsingaleit og að við höfum samband með tölvupósti eða bréfi á mínum síðum ef það vantar frekari gögn eða upplýsingar sem tengjast umsókn. Á meðan þessi staða er uppi og verið er að vinna sig í gegn um þennan skafl umsókna langar okkur hjá Vinnumálastofnun að biðja umsækjendur um að sýna okkur þolinmæði og biðlund. Hér er hægt að sjá mælaborð Vinnumálastofnunar vegna minnkaðs starfshlutfalls og þróunina sem hefur verið í fjölda umsókna,“ segir í tilkynningu Vinnumálastofnunar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira