Vinnumálastofnun fær fjármagn til að ráða 35 starfsmenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 14:56 Vinnumálastofnun fær stuðning til að mæta auknu álagi. Vísir/Hanna Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirunnar og meðfylgjandi aðgerða á íslenskt atvinnulíf. Rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um næstu mánaðamót. Fyrrnefndri fjárveitingu er ætlað að standa straum af kostnaði við ráðningu 35 starfsmanna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þeir verða fengnir tímabundið til starfans, nánar tiltekið næsta hálfa árið. Þá á peningurinn jafnframt að nýtast til að efla ýmsa stoðþjónustu svo sem tölvuþjónustu og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði. Vinnumálastofnun varaði við því í morgun að tíma tæki að vinna úr öllum þeim umsóknum sem stofnuninni hafa borist. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ sagði þannig í viðvörun Vinnumálastofnunar í morgun. Þessu hefur fylgt mikið álag á stofnunina að sögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Því sé nauðsynlegt að hans mati að efla stofnunina, til að mynda með fyrrnefndri fjárveitingu. Kjaramál Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirunnar og meðfylgjandi aðgerða á íslenskt atvinnulíf. Rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um næstu mánaðamót. Fyrrnefndri fjárveitingu er ætlað að standa straum af kostnaði við ráðningu 35 starfsmanna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þeir verða fengnir tímabundið til starfans, nánar tiltekið næsta hálfa árið. Þá á peningurinn jafnframt að nýtast til að efla ýmsa stoðþjónustu svo sem tölvuþjónustu og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði. Vinnumálastofnun varaði við því í morgun að tíma tæki að vinna úr öllum þeim umsóknum sem stofnuninni hafa borist. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ sagði þannig í viðvörun Vinnumálastofnunar í morgun. Þessu hefur fylgt mikið álag á stofnunina að sögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Því sé nauðsynlegt að hans mati að efla stofnunina, til að mynda með fyrrnefndri fjárveitingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11