Reyna að laga starfsemi skólanna að takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 15:37 Bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri mun gilda fyrir fullorðna í grunnskólum eins og Hagaskóla eftir 4. maí. Fullorðnir þurfa einnig að gæta að tveggja metra nándarreglu. Myndin er úr safni og var tekin áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. Vísir/Vilhelm Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. Búist er við því að heilbrigðisráðherra auglýsi hvernig slakað verður á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí í dag eða á morgun. Verulegar takmarkanir hafa verið á skólahaldi í leik- og grunnskólum undanfarnar vikur. Þannig hefur meðal annars verið hámarksfjöldi fyrir nemendur í kennslustofum í grunnskólum og í leikskólum hefur þurft að tryggja að börn séu í fámennum hópum. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist aftur með hefðbundnu sniði en á upplýsingafundi í dag kom fram að bann við samkomum 50 manns eða fleiri og tveggja metra nándarregla muni gilda um fullorðna einstaklinga í skólum, jafnt starfsfólk sem foreldra, en ekki börnin. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segist enn bíða eftir því að sjá auglýsingu ráðherra um hvernig reglurnar verði útfærðar. Með tilliti til þess sem kom fram á upplýsingafundinum í dag væntir hann þess þó að skólastjórar á hverjum stað reyni að virða takmarkanirnar með þeim ráðum sem þeir hafa tiltæk. Það muni þó kalla á einhverjar breytingar. Ekki sé mikið um að foreldrar safnist saman í svo stórum hópum að það gæti strítt gegn samkomubanni. Verði sömu takmarkanir í gildi við skólaslit í júní muni skólarnir þó þurfa að laga sig að þeim. „Hvað starfsfólk varðar vil ég trúa því að menn geti sett upp þær aðgerðir í starfseminni að það verði sem bestu móti hægt að virða þetta,“ segir Þorsteinn við Vísi. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.Vísir/Egill Aðgangsstýring fyrir starfsfólk í stærri skólum Á annað hundrað manns vinna í stærstu skólum landsins á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn segir að á sama tíma séu þeir skólar miklir að stærð og starfsfólk því dreift. Hann sér fyrir sér að koma þurfi upp aðgangsstýringu fyrir starfsmenn í stærri skólunum en að það þurfi ekki að koma niður á starfsemi sem tengist börnunum. „Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf að vera vart um sig í skólastarfi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi þegar starfsfólk kemur saman á kaffistofum. Hann fagnar því að skólastarf geti nú færst í samt horf eftir verulegar raskanir í vetur og vor, fyrst vegna verkfalla og síðar vegna kórónuveirufaraldursins. „Börn eiga bara erfitt með stöðuna eins og hún hefur verið. Þau þurfa að komast í sína föstu rútínu. Ég er sannfærðu um að starfsfólk skólanna verði líka að megninu til fegið að koma lífinu í þokkalega rútínu,“ segir Þorsteinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. Búist er við því að heilbrigðisráðherra auglýsi hvernig slakað verður á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí í dag eða á morgun. Verulegar takmarkanir hafa verið á skólahaldi í leik- og grunnskólum undanfarnar vikur. Þannig hefur meðal annars verið hámarksfjöldi fyrir nemendur í kennslustofum í grunnskólum og í leikskólum hefur þurft að tryggja að börn séu í fámennum hópum. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist aftur með hefðbundnu sniði en á upplýsingafundi í dag kom fram að bann við samkomum 50 manns eða fleiri og tveggja metra nándarregla muni gilda um fullorðna einstaklinga í skólum, jafnt starfsfólk sem foreldra, en ekki börnin. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segist enn bíða eftir því að sjá auglýsingu ráðherra um hvernig reglurnar verði útfærðar. Með tilliti til þess sem kom fram á upplýsingafundinum í dag væntir hann þess þó að skólastjórar á hverjum stað reyni að virða takmarkanirnar með þeim ráðum sem þeir hafa tiltæk. Það muni þó kalla á einhverjar breytingar. Ekki sé mikið um að foreldrar safnist saman í svo stórum hópum að það gæti strítt gegn samkomubanni. Verði sömu takmarkanir í gildi við skólaslit í júní muni skólarnir þó þurfa að laga sig að þeim. „Hvað starfsfólk varðar vil ég trúa því að menn geti sett upp þær aðgerðir í starfseminni að það verði sem bestu móti hægt að virða þetta,“ segir Þorsteinn við Vísi. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.Vísir/Egill Aðgangsstýring fyrir starfsfólk í stærri skólum Á annað hundrað manns vinna í stærstu skólum landsins á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn segir að á sama tíma séu þeir skólar miklir að stærð og starfsfólk því dreift. Hann sér fyrir sér að koma þurfi upp aðgangsstýringu fyrir starfsmenn í stærri skólunum en að það þurfi ekki að koma niður á starfsemi sem tengist börnunum. „Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf að vera vart um sig í skólastarfi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi þegar starfsfólk kemur saman á kaffistofum. Hann fagnar því að skólastarf geti nú færst í samt horf eftir verulegar raskanir í vetur og vor, fyrst vegna verkfalla og síðar vegna kórónuveirufaraldursins. „Börn eiga bara erfitt með stöðuna eins og hún hefur verið. Þau þurfa að komast í sína föstu rútínu. Ég er sannfærðu um að starfsfólk skólanna verði líka að megninu til fegið að koma lífinu í þokkalega rútínu,“ segir Þorsteinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06