Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 22:35 Ferðaþjónstan hér á landi, og víðast hvar annarsstaðar í heiminum, liggur í dvala þessa dagana. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Fleiri fréttir Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Fleiri fréttir Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Sjá meira