Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:37 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. visir/Vilhelm Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira