Siggi Stormur boðar „mjög gott“ veður í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 16:59 Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur var landsþekktur veðurfréttamaður á árum áður. Hann er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði í dag. Veðrið í sumar verður með fínasta móti, jafnvel í líkingu við veðrið í fyrrasumar ef marka má Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm. Hann segir horfur á að sumarið verði „mjög gott“ enda líti veðurfarsgögnin betur út en oft áður. Hann segist hafa grúskað í umræddum gögnum undanfarin fimmtán ár og sé því farinn að þekkja þau og treysta þeim vel. Til að mynda hafi gögnin gefið til kynna að sumarið í fyrra yrði þurrt og hlýtt sem hafi síðan orðið raunin, þvert á aðrar langtímaspár sem birtust í aðdraganda sumars. Sigurður segir útlit fyrir að sumarið í ár muni fara hægt af stað, maímánuður verið ágætur en kannski ekki eins hlýr og fólk hefði óskað. Veðrið verði þó stöðugt betra eftir því sem líður á og gerir Sigurður ráð fyrir að það verði einna best í júlí og ágúst. Einna best fyrir norðan en suðvesturhornið fínt líka Þrýstifarið verði þannig svipað og í fyrrasumar, viðloðandi hæðakerfi fyrir sunnan land „þó auðvitað komi lægð og lægð,“ segir Sigurður. Það verði því ekki hjá einhverri rigningu komist en heilt yfir verði sumarið bjart, þurrt og hlýtt. Veðrið verði einna best á norðausturhorninu og Austurlandi. Það þýði þó ekki að höfuðborgarsvæðið verið skilið eftir útundan, þar verði þurrara en í meðalári en hitinn í kringum meðaltal. Þó sé hætt á skúrum á annesjum. Sigurður segist því ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir næsta sumar, þó svo að sumar og vetur frjósi líklega ekki saman í nótt eins og þjóðtrúin segir til um. Hann ætli að leyfa sér að túlka gögnin á þá leið að veðrið í sumar verði í svipað og í fyrra. Það hafi að minnsta kosti lyfst á honum brúnin þegar hann lagðist yfir gögnin á dögunum, enda verður gott veður kærkomið í yfirstandandi kórónuveiruhremmingum. Spjall Sigurðar Þ. Ragnarssonar við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Veðrið í sumar verður með fínasta móti, jafnvel í líkingu við veðrið í fyrrasumar ef marka má Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm. Hann segir horfur á að sumarið verði „mjög gott“ enda líti veðurfarsgögnin betur út en oft áður. Hann segist hafa grúskað í umræddum gögnum undanfarin fimmtán ár og sé því farinn að þekkja þau og treysta þeim vel. Til að mynda hafi gögnin gefið til kynna að sumarið í fyrra yrði þurrt og hlýtt sem hafi síðan orðið raunin, þvert á aðrar langtímaspár sem birtust í aðdraganda sumars. Sigurður segir útlit fyrir að sumarið í ár muni fara hægt af stað, maímánuður verið ágætur en kannski ekki eins hlýr og fólk hefði óskað. Veðrið verði þó stöðugt betra eftir því sem líður á og gerir Sigurður ráð fyrir að það verði einna best í júlí og ágúst. Einna best fyrir norðan en suðvesturhornið fínt líka Þrýstifarið verði þannig svipað og í fyrrasumar, viðloðandi hæðakerfi fyrir sunnan land „þó auðvitað komi lægð og lægð,“ segir Sigurður. Það verði því ekki hjá einhverri rigningu komist en heilt yfir verði sumarið bjart, þurrt og hlýtt. Veðrið verði einna best á norðausturhorninu og Austurlandi. Það þýði þó ekki að höfuðborgarsvæðið verið skilið eftir útundan, þar verði þurrara en í meðalári en hitinn í kringum meðaltal. Þó sé hætt á skúrum á annesjum. Sigurður segist því ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir næsta sumar, þó svo að sumar og vetur frjósi líklega ekki saman í nótt eins og þjóðtrúin segir til um. Hann ætli að leyfa sér að túlka gögnin á þá leið að veðrið í sumar verði í svipað og í fyrra. Það hafi að minnsta kosti lyfst á honum brúnin þegar hann lagðist yfir gögnin á dögunum, enda verður gott veður kærkomið í yfirstandandi kórónuveiruhremmingum. Spjall Sigurðar Þ. Ragnarssonar við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira