Japanir gefa Landspítalanum lyf sem sýnt hefur virkni gegn kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Hér sést forstjóri japanska sýnaglasa-framleiðandans afhenda DHL hraðsendingaþjónustu fyrstu sendinguna af sýnaglösum. Á sendingunni er íslenski fáninn og skilaboð um að nú gerum við okkar besta. Aðsend Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“ Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“
Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira