Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Samúel Karl Ólason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. apríl 2020 20:00 Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira